„Er hann að feika þetta?“

Sara, Álfheiður, Sindri og Eva hafa ekki misst gleðina, enda …
Sara, Álfheiður, Sindri og Eva hafa ekki misst gleðina, enda það versta að baki. mbl.is/Ásdís

„Við fórum út í lok júlí og slysið varð 3. ágúst. Við vorum í verslunarmiðstöð þar sem er trampólíngarður. Sindri stóð þarna uppi og kallar: mamma sjáðu, ég ætla að hoppa! Hann hoppar svo ofan í gryfju fulla af svömpum. Svo heyrum við öskrið og við vissum strax að eitthvað hafði komið fyrir, enda kom hann ekkert upp úr svömpunum. Honum var svo rosalega illt í bakinu,“ segir Álfheiður og segir þær hafa drifið sig á spítala með barnið.

„Hann spurði Sindra að ýmsu og ýtti víða um líkamann og Sindri átti að svara hvort hann fyndi til,“ segir Eva og segir Sindra hafa svarað öllu potinu játandi, enda fann hann til alls staðar.

Sindri var fluttur með sjúkrabíl á spítalann í Santa Cruz. …
Sindri var fluttur með sjúkrabíl á spítalann í Santa Cruz. Þar sást ekkert á röntgenmyndum.

„Þá ranghvoldi læknirinn augunum og sagði barnið vera að „feika“ þetta. Hann spurði okkur: „Er hann að feika þetta?“ og við svöruðum að við héldum svo ekki vera. Hann vildi að við létum hann labba og við reyndum það en hann lyppaðist niður og grét af sársauka,“ segir Eva og segir lækninn hafa hvesst sig og sagt: „Gakktu drengur, þú verður að ganga fyrir mig!“

Þá brjálaðist ég alveg

„Mamma öskraði á hann,“ segir Sindri og Álfheiður segist hafa orðið mjög reið og þær báðar.

Enn á ný heimtaði læknirinn að Sindri gengi og aftur grét barnið af sársauka um leið og fætur snertu jörðu. Þrátt fyrir það hélt læknirinn áfram að halda því fram að hann væri aðeins að biðja um athygli og það væri ekkert að barninu.

Sindri getur ekki beðið eftir að komast á fætur og …
Sindri getur ekki beðið eftir að komast á fætur og geta spilað fótbolta aftur með vinum sínum.

„Okkur var svo boðið annaðhvort að vera þarna um nóttina eða fara heim á hótelið, en þarna var hann sofnaður og á verkjalyfjum. Okkur fannst varhugavert að flytja hann af spítalanum ef hann skyldi vera brotinn en læknirinn sagði að það væri undir okkur komið. Þá brjálaðist ég alveg og spurði hvort okkar væri læknirinn, ég eða hann! Þá sagði hann okkur að vera,“ segir Álfheiður en þess má geta að við komuna til Íslands sást að Sindri var með brotna hæla og ökkla. 

Ítarlegt viðtal er við Álheiði, Evu og Sindra í Sunnudagsblaði Morgonblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »