Flugslys sviðsett á Reykjavíkurflugvelli

Frá æfingunni fyrr í dag.
Frá æfingunni fyrr í dag. mbl.is/Óttar

Fjöldi fólks tók þátt á flugslysaæfingu sem fór fram á Reykjavíkurflugvelli fyrr í dag. Í tilefni hennar var flugslys sett á svið og reyndi á viðbragðsaðila að bregðast rétt við aðstæðum.

Æfingin var umfangsmikil og komu margar starfseiningar að henni, þar á meðal: starfsfólk flugvallarins, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningaaðilar, starfsfólk sjúkrahúss, almannavarnir, björgunarsveitir, Rauði krossinn, prestar, rannsóknaraðilar auk annarra.

Frá æfingunni fyrr í dag.
Frá æfingunni fyrr í dag. mbl.is/Óttar

Margir í nágrenni flugvallarins hafa eflaust kippt sér upp við reykinn sem steig upp frá æfingasvæðinu en æfingin fólst m.a. í því að ná tökum á eldum í bílhræjum. 

Þá sendi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig tilkynningu á fjölmiðla fyrr í dag þar sem þess var getið að viðbúnaðurinn við flugvöllinn væri vegna æfingarinnar.

Margir viðbragðsaðilar komu að æfingunni.
Margir viðbragðsaðilar komu að æfingunni. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert