Gerði athugasemd við hve auðvelt var að fá leyfi

Jóhann lærði byssusmíði í Belgíu og er langt í frá …
Jóhann lærði byssusmíði í Belgíu og er langt í frá sáttur hvernig kaupin í þeim bransa ganga fyrir sig á eyrinni. Morgunblaðið/Styrmir Kári

„Hér voru menn bara farnir að fá leyfi hingað og þangað til að smíða og kaupa byssur og þá skrifaði ég umboðsmanni Alþingis, það eru svona fimm-sex ár síðan,“ segir Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður í samtali við Morgunblaðið.

Jóhann lagði á sig nokkurra ára nám í faginu í Belgíu en starfsheitið byssusmiður er ekki lögverndað hérlendis og kveður hann Pétur og Pál nánast geta nálgast pappíra frá ríkislögreglustjóra og skreytt sig með heitinu.

„Þetta er leyfi til þess að smíða byssur og breyta þeim og það virðist ekki vera neitt mál hjá þessum mönnum að fá þessi leyfi og við það gerði ég athugasemd hjá umboðsmanni Alþingis á sínum tíma,“ heldur Jóhann áfram og segir að þeim mótrökum hafi einfaldlega verið teflt fram að þjarmað væri að rétti fólks til lífsviðurværis með því að herða regluverkið um hverjir mætti smíða og breyta byssum.

Jóhann kveður hátt í 30 manns á Íslandi hafa pappíra frá ríkislögreglustjóra upp á að þeir megi breyta byssum og smíða þær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »