„Það er grafalvarleg staða í þessum málaflokkum“

Heiða Björg segir samheldni hafa ríkt á nýafstöðnu þingi.
Heiða Björg segir samheldni hafa ríkt á nýafstöðnu þingi. mbl.is/Margrét Þóra

„Ég er þakklát fyrir hversu uppbyggilegt þingið var. Það var mikil samheldni ríkjandi og greinilegt að allir eru tilbúnir að þétta raðirnar nú eftir mjög erfiðan tíma,“ sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, sem tók við embætti formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga á þingi þess á Akureyri í gær.

Heiða Björg segir vanfjármögnun í málaflokki fatlaðs fólks, hjúkrunarheimila og barna með fjölþættan vanda eitt brýnasta úrlausnarefnið sem við blasi.

„Það er grafalvarleg staða í þessum málaflokkum. Ljóst er að eitt helsta verkefni okkar hjá sambandinu á komandi kjörtímabili verður að leita lausna og koma þessum málum á réttan kjöl,“ segir hún.

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert