Varla hafi verið hægt að opna bakarí

Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skoðaði aðstæður í Fnjóskadal sem Hólasandslínan …
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra skoðaði aðstæður í Fnjóskadal sem Hólasandslínan liggur um í fylgd Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur og Guðmundar Inga Ásmundssonar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

„Þetta er mikill áfangi og ástæða til að óska íbúum Norðausturlands, Landsneti og þjóðinni allri til hamingju með að þetta skuli loksins vera komið. Enn eru mikil verkefni fram undan sem mikilvægt er að koma áfram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra orku-, umhverfis- og loftslagsmála, í samtali við Morgunblaðið en hann var í gær viðstaddur spennusetningu Hólasandslínu 3.

Línan liggur frá Kröflu til Akureyrar og tengir Eyjafjarðarsvæðið með betri hætti við virkjanir á Norðausturlandi. 

Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, segir að ekki hafi verið nein raforka í boði fyrir ný og eldri fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu í um áratug, ekki síst vegna takmarkana flutningskerfisins. Varla hafi verið hægt að opna bakarí. 

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert