Kolmunnastofn styrkist

Útlit er fyrir að kolmunnaveiðar aukist á næsta ári.
Útlit er fyrir að kolmunnaveiðar aukist á næsta ári. Ljósmynd/Grétar

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) lagði til á föstudag að dregið yrði úr veiðum á norsk-íslenskri síld um 15% og makríl um 2% á næsta ári en að veiðar á kolmunna yrðu auknar um 81%.

„Það er mjög sérstakt, en gott, að fá svona jákvæðar fréttir í ljósi þess að veiðin úr þessum stofnum hefur verið langt umfram ráðgjöf undanfarin ár,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. „Kolmunnastofninn hefur stækkað um rúm 80% þrátt fyrir mikla veiði. Það er ljóst að við þurfum að auka þekkingu okkar á þessum vísindum.“

Gunnþór segir þessar fréttir vera góðar fyrir Síldarvinnsluna, enda er hún stór í kolmunnaveiðum. „Það er mikil eftirspurn eftir mjöli og próteinum í heiminum.“

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu sem kom út á laugardaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert