Uppsögn eftir að söluferli ON hófst

Einn af þrettán sérfræðingum götulýsingarþjónustunnar að viðhaldsstörfum.
Einn af þrettán sérfræðingum götulýsingarþjónustunnar að viðhaldsstörfum. mbl.is/Hari

Reykjavíkurborg sagði upp samningi sínum við Orku náttúrunnar, ON, um götulýsingarþjónustu eftir að söluferli þjónustunnar hófst í september sl. Það sama gerði Vegagerðin.

Þá sagði Akranes upp samningi sínum síðasta vor.

Tekjur ON vegna samningsins við borgina nema 320 m.kr. á ári. Heildartekjur götulýsingarþjónustunnar námu 600 m.kr. 2021.

Aðrir viðskiptavinir götulýsingarþjónustu ON eru m.a. Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Faxaflóahafnir. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja ekki ólíklegt að þessir aðilar fylgi fordæmi hinna.

Heimildir Morgunblaðsins herma einnig að hvorki Vegagerðinni né Reykjavíkurborg hafi hugnast að framselja ætti þjónustuna til þriðja aðila. 

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu sem kom út á laugardaginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »