Leita að nýju skólahúsnæði vegna myglu

Reykjavíkurborg leitar nú að nýju skólahúsnæði fyrir nemendurna.
Reykjavíkurborg leitar nú að nýju skólahúsnæði fyrir nemendurna. mbl.is/Sigurður Bogi

Reykjavíkurborg vinnur nú að því að finna nýtt húsnæði fyrir nemendur Vogaskóla, en mygla greindist í húsnæði skólans í síðustu viku.

Myglan fannst á skrifstofum skólans, sem eru á jarðhæð, og á annarri hæð í nýbyggingu þar sem kennslusvæði nemenda í 4. og 5. bekk er. Nemendurnir sem um ræðir eru áttatíu talsins. Gert er ráð fyrir að þeir mæti til skóla í dag þrátt fyrir að ekki sé búið að finna nýtt húsnæði.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert