„Þau voru bara heppin“

Engin slys urðu á fólki.
Engin slys urðu á fólki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Engin slys urðu á fólki þegar bíl var ekið utan í vegrið á Þingvallavegi við Leirvogsá á fjórða tímanum í dag, en fimm voru í bílnum þegar óhappið varð. 

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu varð eitthvað þess valdandi að bílinn fór utan í vegriðið, en hann hélst á veginum. „Þau voru bara heppin,“ segir hann.

Veginum var lokað á meðan hreinsun stóð yfir, en hann hefur nú verið opnaður á ný.

mbl.is