Tregafull stund þegar skellt verður í lás í Brynju

Verslunin Brynja hefur verið rekin við Laugaveg í rúma öld. …
Verslunin Brynja hefur verið rekin við Laugaveg í rúma öld. Brynjólfur hefur starfað þar í um 60 ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Kúnnarnir eru miður sín enda hafa þeir alltaf getað komið í Brynju og fengið flest sem þá hefur vantað. Þetta eru erfiðir tímar fyrir miðborgina,“ segir Brynjólfur H. Björnsson, kaupmaður í versluninni Brynju við Laugaveg.

Brynjólfur, sem er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Brynju, hefur ákveðið að loka versluninni. Brynja var auglýst til sölu síðasta vor en ekki hefur fundist kaupandi að rekstrinum. Húsnæði verslunarinnar er hins vegar selt og mun Brynjólfur afhenda það í janúar á næsta ári. Ekki hefur verið ákveðið hvenær skellt verður í lás á Laugaveginum en Brynjólfur kveðst telja að það verði eftir einn til tvo mánuði.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »