Æfa viðbrögð við hryðjuverkum

Eftirlíkingu af hryðjuverkasprengju var komið fyrir í bíl og fjarstýrð …
Eftirlíkingu af hryðjuverkasprengju var komið fyrir í bíl og fjarstýrð vatnssprengja síðan notuð til að gera hana óvirka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópar sprengjusérfræðinga frá fjórtán aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) eru hér á landi og æfa viðbrögð við hryðjuverkum. Æfingin er skipulögð af séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar og þar aftengja þátttakendur samskonar sprengjur og fundist hafa víða um heim.

„Okkar helsta markmið er að stöðva sprengjur sem hryðjuverkamenn kunna að koma fyrir,“ segir Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni.

Sprengjusérfræðingar undirbúa að gera sprengju óvirka.
Sprengjusérfræðingar undirbúa að gera sprengju óvirka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hann sagði að gerðar væru nákvæmar eftirlíkingar af hryðjuverkasprengjum sem hefur verið beitt. Þátttakendunum, sem eru um 400, er skipt í 10 hópa og hver hópur gerir 2-3 sprengjur óvirkar á hverjum degi. „Vinnudagurinn er langur, 10-14 tímar,“ segir Ásgeir.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »