Gista á beddum í Borgartúni

Rauði krossinn undirbýr komu flóttafólks í fjöldahjálparstöðinni.
Rauði krossinn undirbýr komu flóttafólks í fjöldahjálparstöðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Beddar, matur og aðrar nauðsynjar verða til taks í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni, sem komið hefur verið á fót eftir mikla fjölgun flóttamanna.

„Þetta er ekki draumaúrræðið okkar. Stjórnvöld hafa staðið sig vel í því að útvega fólki húsnæði,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins.

Sveitarfélögin þurfi að koma að borðinu

„En ef það á að vera hægt að veita öllu fólki húsnæði þá þurfa fleiri sveitarfélög að koma að borðinu. Þetta er verkefni sem burðugt land á borð við Ísland á að ráða við. Það þarf aðkomu sveitarfélaga,“ segir Atli.

Von er á fyrsta hópnum í kvöld eða á næstu dögum að sögn Atla. 

„Það þarf að líta á þetta sem samfélagslegt verkefni,“ segir Atli og bætir við að um sé að ræða fólk sem flýr vopnuð átök, til dæmis í Úkraínu, en einnig fólk á flótta undan mannréttindabrotum. „Okkur ber siðferðisleg skylda til að taka á móti fólki og búa vel að því,“ segir hann í lokin.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina