Ísland í 20. sæti yfir mest nýskapandi ríki heims

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hugverkastofu.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hugverkastofu. Ljósmynd/Aðsend

Ísland er í tuttugusta sæti á Global Innovation Index 2022, lista Alþjóðahugverkastofnunarinnar (WIPO)  yfir mest nýskapandi ríki heims. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hugverkastofu.

Í fyrra var Ísland í 17. sæti listans og hefur fallið um þrjú sæti. Þrjú efstu sæti listans skipa Sviss, Bandaríkin og Svíþjóð, líkt og í fyrra. Kína hefur risið hratt á listanum undanfarin ár og er nú í ellefta sæti.

Í tilkynningu á vef Hugverkastofu segir að listinn er byggður á mati á 80 mismunandi þáttum sem tengjast annars vegar aðstæðum til nýsköpunar og hins vegar niðurstöðum nýsköpunar. Ísland er í 12. sæti listans af 39 Evrópuþjóðum og skorar hærra en búast mætti við, miðað við þjóðarframleiðslu.

Í tilkynningunni segir að almennt skorar Ísland yfir meðaltali í þáttum sem tengjast stofnunum, innviðum, þroska markaðar (business sophistication), afurðum þekkingar og tækni og afurðum sköpunar. Þá er Ísland er í 1. sæti þegar horft er til almennrar notkunar upplýsingatækni, rafmagnsframleiðslu á íbúa, hlutfalls erlendrar fjárfestingar í rannsóknum og þróun af þjóðarframleiðslu, fjölda birtra vísindagreina á íbúa og fjölda framleiddra kvikmynda á íbúa. 

Ísland skorar hins vegar lágt fyrir þjóðarframleiðslu miðað við orkunotkun (129. sæti), stærð innanlandsmarkaðar miðað við þjóðarframleiðslu (129. sæti), hlutfall erlendrar fjárfestingar af þjóðarframleiðslu (127. sæti) og hlutfall háskólanema sem útskrifast úr verkfræði-, raunvísinda- og tæknigreinum (85. sæti).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert