Um 70 prósent íhugað að hætta

Frá bráðamóttöku Landspítalans.
Frá bráðamóttöku Landspítalans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir af hverjum þremur starfandi hjúkrunarfræðingum hérlendis, eða um 66,8 prósent, hafa íhugað af alvöru að hætta störfum á síðustu tveimur árum.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að því er Fréttablaðið greinir frá.

„Það sem vekur athygli í þessari könnun er að yfir sextíu prósent segjast almennt ánægð í starfi, en samt hafa svo margir hugleitt að láta gott heita,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, í samtali við blaðið. „Fólki er hlýtt til fagsins, en aðstæður eru að buga það.“

Svör bárust frá hátt í tvö þúsund félagsmönnum. Meginástæðan fyrir því að meirihlutinn hefur íhugað að hætta er álag í starfi og launakjör.

mbl.is