Húsnæðismál utandyra

Húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is

„Framboðinu á lóðum er bara stýrt, eins og lóðaskorturinn sýnir. Þau sjónarmið komu fram hjá meirihlutanum að ekki mætti leysa vandann á framboðshliðinni of hratt. Þetta er vandi sem Sjálfstæðisflokkurinn vill leysa strax en það vill meirihlutinn ekki,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið og heldur því fram að ástandið í húsnæðismálum stefni í hreint óefni á höfuðborgarsvæðinu. 

Kveður Kjartan Reykjavík einu höfuðborg Evrópu með nóg byggingarland sem breyta megi í eftirsóttar lóðir með lítilli fyrirhöfn og leggur áherslu á að skipulagsmál megi ekki snúast upp í bútasaum, svo sem hvað Sundabraut og aðliggjandi byggðir hennar snerti.

„Það er svo mikilvægt [...] að þetta verði hannað saman þótt byggðin komi seinna, brautin komi ekki bara fyrst og svo verði hitt einhver skítaredding eins og oft hefur gerst í okkar borgarskipulagi,“ segir Kjartan borgarfulltrúi ómyrkur í máli við Morgunblaðið.

Lengi vel hefðu fleiri íbúðir verið í byggingu í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu samanlagt.

Það væri nú gjörbreytt og besta leiðin gegn neyðarástandi væri að leggja áherslu á úthlutun lóða víðar en á þéttingarreitum. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »