Þrír á slysadeild eftir árekstur á Nýbýlavegi

Þrír sjúkrabílar og tveir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang.
Þrír sjúkrabílar og tveir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír voru fluttir á slysadeild í morgun til skoðunar eftir að vörubíll og jepplingur lentu saman á gatnamótum Nýbýlavegar og Birkigrundar, laust fyrir klukkan níu.

Þetta staðfestir Guðjón Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Tveir slökkviliðsbílar og þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang en klippa þurfti ökumann jepplingsins út úr bifreiðinni. Einn farþegi var í jepplingnum þegar slysið átti sér stað.

Jepplingurinn er illa farinn en ekki er talið að neinn hafi slasast lífshættulega.

mbl.is