Umturna jarðhæðinni

Síðari tíma breytingar á efstu hæðinni munu skapa möguleika fyrir …
Síðari tíma breytingar á efstu hæðinni munu skapa möguleika fyrir gesti að sitja í heita pottinum og horfa yfir Pollinn.

Verið er að umturna jarðhæð Hótels Ísafjarðar. Veitingasalurinn verður stækkaður og gerður hótelbar við nýja afgreiðslu. Síðar er áformað að koma upp heitum pottum og sánu á efstu hæðinni með útsýni út á Pollinn og upp til norðurljósa þegar þau sýna sig.

Forsenda þess að hægt sé að fara í þessar breytingar er lítil viðbygging sem er risin við hótelið. Þangað verða flutt salerni, skrifstofa og geymslur. Allt verður rifið innan úr afgreiðslu og veitingasal og innréttað upp á nýtt. Hótelið verður lokað meðan á framkvæmdum stendur, væntanlega fram í janúar.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert