Bifreið og mótorhjól rákust saman

Bifreið og mótorhjól rákust saman við gatnamót Geirsgötu og Lækjargötu skömmu fyrir klukkan tólf.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru viðbragðsaðilar enn á staðnum.

Ekki er ljóst um meiðsli á fólki að svo stöddu.

Frá vettvangi óhappsins.
Frá vettvangi óhappsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is