Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur

Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.
Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. mbl.is/Arnþór

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á beiðni héraðssaksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir karlmanni, sem er grunaður um aðild að ætluðum undirbúningi hryðjuverka, um tvær vikur. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar.

Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við mbl.is.

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu miðvikudaginn 21. september. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald og átti gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim báðum að renna út í dag.

Í gær var greint frá því að héraðssaksóknari myndi fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur. Ólaf­ur vildi ekki gefa upp hvað yrði farið fram á langt varðhald. 

Hinn maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag og mun úrskurður héraðsdóms liggja fyrir síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert