Öflugri banki úti á landi í minna hús

Landsbankahúsið við Ráðhústorg.
Landsbankahúsið við Ráðhústorg. mbl.is/Sigurður Bogi

Landsbankinn vill selja stórhýsi sitt við Ráðhústorg á Akureyri en leigja hluta þess af nýjum eigendum og koma sér fyrir í minna rými. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri segir starfsemina þurfa minna húsrými nú en áður, enda þótt rekstur bankans úti á landi hafi verið efldur mikið á síðustu árum. Alls eru útibú Landsbankans úti á landi 28 og þar starfa þjónustufulltrúar sem sinna landinu öllu.

Ráðstöfun þessi er í takt við ýmsar aðrar ráðstafanir í húsnæðismálum bankans á undanförnum árum, þar sem stórhýsi sem byggð voru fyrir Landsbankann fyrr á tíð hafa verið seld. Bankahúsin á Ísafirði og Selfossi hafa verið seld en þau eru í klassískum stíl rétt eins og byggingin á Akureyri. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »