Siglfirðingar vöknuðu við hvíta jörð

Það hafði snjóað í nótt á Siglufirði.
Það hafði snjóað í nótt á Siglufirði. mbl.is/Sigurður Ægisson

Það var hvítt yfir að litast á Siglufirði þegar bæjarbúar vöknuðu í morgun. Samkvæmt veðurathugunum Veðurstofunnar í bænum var uppsöfnuð úrkoma um 36 mm frá miðnætti, en hitastig mældist þó aldrei undir frostmarki. Nokkuð hvasst var í nótt, eða allt að 21 m/s, en þegar leið á morguninn var mun hægari vindur.

Meðfylgjandi er mynd sem fréttaritari mbl.is í bænum sendi eftir að hafa litið út í morgun. 

Samkvæmt spá Veðurstofunnar má búast við norðan og norðvestan 5-13 m/s í dag á Norðvesturlandi. Þá er spáð rigningu, en slyddu eða snjókomu á heiðum. Því er óvíst hvort snjórinn muni eitthvað halda sér, en spáin gerir ekki ráð fyrir frosti fyrr en í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert