Skoða gáma og gömul sendiráð

Hýsa mætti flóttamenn í átta vikur í gamla sendiráðinu við …
Hýsa mætti flóttamenn í átta vikur í gamla sendiráðinu við Laufásveg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir stórar áskoranir fylgja móttöku flóttafólks. Sveitarfélögin hafi enn ekki skrifað undir samning við ríkið um þjónustu við flóttafólk sem hann segir þó mundu koma sveitarfélögunum til góða þar sem þeim sé skylt samkvæmt lögum að veita þjónustuna. Sveitarfélögin séu flest með samninginn til skoðunar innan stjórnsýslunnar en hann segir brýnt að gengið sé frá samningunum sem fyrst.

Húsnæðisskortur er stærsta vandamálið sem stjórnvöld glíma við þessa dagana þegar kemur að móttöku flóttamanna og segir ráðherra að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fjöldahjálparstöð.

Gylfi Þór Þorsteinsson, sem hefur yfirumsjón með móttökunni, segir að verið sé að skoða ýmsa kosti hvað varðar húsnæði. Til dæmis sé verið að skoða hvort breyta megi atvinnuhúsnæði þannig að hægt sé að hýsa þar flóttamenn.

Sem dæmi liggi fyrir hvernig breyta megi húsnæði við Laufásveg sem áður hýsti sendiráð Bandaríkjanna. Þar væri hægt að hýsa flóttamenn í allt að átta vikur. Gylfi segir að litið sé til þess hvernig nágrannaríki hafi leyst húsnæðismál flóttafólks og meðal þess sem þar hafi verið gert sé að komið hafi verið upp nokkurs konar gámabyggð. Hann tekur þó fram að ekki sé um að ræða eiginlega flutningagáma heldur gámabyggingar sem þekkist til dæmis á leikskólum hér á landi.

Að sögn Guðmundar Inga er kostnaðurinn kominn langt fram úr því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum en tekið verði tillit til hans í frumvarpi til fjáraukalaga.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »