Þrengdi um hálsinn með rafmagnssnúru

Árásin átti sér stað fyrir utan 10-11 við Hlemm.
Árásin átti sér stað fyrir utan 10-11 við Hlemm. mbl.is/sisi

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan verslun 10-11 við Hlemm í maí árið 2020. Er hann sagður hafa veist að öðrum manni, brugðið rafmagnssnúru um háls hans, þrengt fast að og dregið hann niður. 

Við árásina missti sá sem ráðist var á meðvitund, féll aftur fyrir sig og skall með hnakkann í jörðina. Hlaut hann fyrir vikið áverka á hnakka, mar á hársverði og upphandlegg, ásamt tognun á hálshrygg.

Er þess krafist að árásarmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert