Ung jöfn styðja framhaldsskólanemendur

Ung jöfn styðja við baráttuna.
Ung jöfn styðja við baráttuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðstjórn Ungs jafnaðarfólks segir andleysi stjórnvalda í málefnum þolenda æpandi og að ábyrgð þeirra sé mikil. 

„Þetta er dauðans alvara. Framhaldsskóolanemendur, og samfélagið í heild, hafa beðið nógu lengi og eiga skilið að tekið sé á þessum málum af festu,“ segir í yfirlýsingunni.

Lýsir miðstjórnin yfir stuðningi við kröfur framhaldsskólanema um þolendavænna umhverfi í skólum og skýrari verkferla í samraði við framhaldsskólanema og fagfólk þegar kynferðisbrot koma upp.

Ítrekað kallað eftir því að ráðherra komi upp viðbragðsáætlun

„Það dugar ekki að skipa starfshópa, halda fundi og skrifa skýrslur ef því er ekki fylgt eftir.  Ef unnið hefði verið eftir skýrslu starfshóps sem skipaður var af þáverandi menntamálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur værum við í það minnsta komin einu skrefi lengra í þessari baráttu. 

Ítrekað hefur verið kallað eftir því að mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, klári vinnu við gerð viðbragðsáætlana og að þær verði innleiddar í framhaldsskólum landsins. Aðgerðarleysið er hins vegar algjört og ábyrgðinni hefur þannig verið varpað yfir á framhaldsskólanema sjálfa. Þörfin er knýjandi og því hafa SÍF ákveðið að taka málin í sínar hendur,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert