Appelsínugul viðvörun í gildi

Kort/Veðurstofa Íslands

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendinu til klukkan 9 í dag.

Spáð er norðan 5-10 metrum á sekúndu og bjartviðri vestanlands í dag. Norðvestan 13-23 m/s verða eystra og él fram eftir degi á Norðausturlandi, en lægir smám saman.

Hiti verður í kringum frostmark, en kólnar seint í dag. Vaxandi suðaustanátt verður vestast í kvöld.

Suðaustan 10-18 m/s og rigning á morgun. Hægara verður norðaustanlands og dálítil væta síðdegis, en þá snýst í vestan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi. Er hlýnandi og verður hiti á bilinu 4 til 10 stig seinnipartinn.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is