Gekk yfir án teljandi tjóns

Togveiðiskipið Jón Kjartansson var bundið kirfilega við bryggju á Reyðarfirði …
Togveiðiskipið Jón Kjartansson var bundið kirfilega við bryggju á Reyðarfirði til að varna því að óveðrið hrifi togarann á brott með sér. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vonskuveður gekk yfir landið í gær og voru gefnar út viðvaranir fyrir alla landshluta. Hættustigi var lýst yfir á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi en ekki er vitað til þess að teljandi tjón hafi orðið á eignum.

Rafmagnstruflanir urðu á nokkrum stöðum og voru Laxárlína 1 og Kröfulína 2 úti þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hafði það þó ekki áhrif á virkni kerfisins. Ný Kröflulína 3, sem tekin var í gagnið í fyrra, bar álagið vel að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets.

Óveðrið í gær var frábrugðið veðurhamnum sem gekk yfir fyrir tveimur vikum síðan, að því leyti að óvenjumikil úrkoma varð á skömmum tíma í gær en ekki var nærri jafn hvasst og fyrir hálfum mánuði. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni og Bliku. Aðspurður segir hann of snemmt að meta hvort nauðsynlegt hafi verið að setja á hættustig og rauða viðvörun vegna óveðursins í gær.

Ferðamenn sóttu sér aðstoð

Víða var vegum lokað sem varð til þess að erlendir ferðamenn komust ekki leiðar sinnar og urðu að sækja hjálp í fjöldahjálparstöðvar. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir erlenda ferðamenn fara sér oftar að voða í íslensku veðri og náttúru. Hún segir þó að það sé ekki einvörðungu vegna skorts á upplýsingum, heldur hlusti sumir ferðamenn einfaldlega ekki á aðvaranir.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »