Mörg útköll vegna fastra bíla

Björgunarsveitarmaður að störfum. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmaður að störfum. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg fóru í mörg útköll í nótt vegna bíla sem sátu fastir af völdum óveðursins sem gekk yfir landið.

Að sögn Karenar Óskar Lárusdóttur, verkefnastjóra í aðgerðamálum hjá Landsbjörg, sátu bílarnir fastir í Möðrudalsöræfum, auk þess sem björgunarsveitir voru kallaðar út frá Norðfirði og Egilsstöðum. Einnig var björgunarsveitin Jökull frá Jökuldal kölluð út.

Sömuleiðis var farið í útkall vegna fokverkefnis á Djúpavogi.

Karen Ósk segir verðið hafa verið mjög slæmt á þessum slóðum og að dagurinn í dag verði notaður til að fara betur yfir málin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert