Niðurföll hafa ekki undan og vatn flæðir inn í hús

Mikið hefur rignt í borginni í morgun og niðurföll hafa …
Mikið hefur rignt í borginni í morgun og niðurföll hafa ekki undan. mbl.is/Inga Þóra

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að fara í þrjú útköll í Vesturbænum og miðbænum það sem af er degi til að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa vegna utanaðkomandi vatns. Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við mbl.is.

Mikið hefur rignt í höfuðborginni í morgun og í þeim tilfellum sem um ræðir hafa niðurföll ekki haft undan vatnselgnum, með þeim afleiðingum að vatn hefur flætt inn í hús við Ægisíðu, Hagamel og á BSÍ.

Slökkviliðið hefur farið í þrjú útköll í morgun til að …
Slökkviliðið hefur farið í þrjú útköll í morgun til að dæla vatni. mbl.is/Inga Þóra
mbl.is