Eldsupptök enn óljós

Rannsókn er í gangi vegna brunans.
Rannsókn er í gangi vegna brunans. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Ekkert liggur fyrir um eldsupptök eldsvoðans sem varð í þvotta- og verslunarhúsnæði Vasks á Egilsstöðum í lok september.

Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi, er rannsókn enn í gangi, en engan sakaði í brunanum.

Verið er að vinna úr þeim gögnum sem var aflað á vettvangi. 

Kristján Ólafur kveðst ekki vita hvenær von er á niðurstöðum um eldsupptök.

mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson
mbl.is