Gul viðvörun og erfiðum akstursskilyrðum spáð

Vindaspáin kl. 18 á morgun.
Vindaspáin kl. 18 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun vegna veðurs tekur að öllu óbreyttu gildi á morgun fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Búið er að spá norðan- og norðaustanátt 13-20 m/s með rigningu, slyddu eða snjókomu.

Í gildi á morgun og fram á sunnudag

Erfið akstursskilyrði verða vegna takmarkaðs skyggnis og snjóþekju, sér í lagi á fjallvegum. Er fólki bent á að kanna aðstæður á vegum áður en lagt er af stað og fylgjast með veðri og veðurspám.

Búist er við að viðvörunin taki gildi klukkan 11 á morgun á Vestfjörðum, klukkan 13 á Ströndum og Norðurlandi vestra og klukkan 18 á Norðurlandi eystra. Verður hún í gildi til klukkan 14 á sunnudag.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is