Með dóm en fékk ríkisborgararétt

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun, sem dómsmálaráðuneytið sendi allsherjar- og menntamálanefnd í fyrradag, uppfylltu aðeins tveir af þeim tólf sem Alþingi veitti ríkisborgararétt í júní sl. búsetuskilyrði og þar af hafði helmingurinn aldrei átt lögheimili hér á landi og a.m.k. einn hafði ekki sannað á sér deili auk þess sem verulegur vafi var um aldur viðkomandi.

Þá hafði í einu tilviki biðtími vegna brota ekki verið liðinn og í öðru tilviki var einstaklingur sem fékk ríkisborgararétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar.

Í apríl sl. fengu 19 ríkisborgararétt með lögum frá Alþingi og uppfylltu fæstir búsetuskilyrði og tveir höfðu áður fengið synjun hjá Útlendingastofnun, annar vegna fjárnáms og hinn vegna skorts á gögnum og vegna þess að ekki var sýnt fram á dvöl hans á Íslandi frá 2019. Þá fengu þrír ríkisborgararétt í það skipti sem ekki höfðu sannað á sér deili.

Ófullnægjandi sakavottorð

Þá vantaði upp á við báðar þessar afgreiðslur Alþingis á ríkisborgararétti að fyrir lægi umsögn lögreglu eða umsögn Útlendingastofnunar, auk þess sem dæmi voru um að sakavottorð væru ófullnægjandi eða ekki fyrir hendi.

Fram kemur í bréfi dómsmálaráðuneytisins að þingið sé ekki bundið af skilyrðum í lögum um veitingu ríkisborgararéttar, en ráðuneytið hefur óskað eftir fundi með allsherjar- og menntamálanefnd til að ræða framkvæmd þessara mála. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert