Sveitarstjórnirnar í uppsveitum Árnessýslu hafa áhyggjur af skerðingu á þjónustu sem íbúar verða fyrir vegna áforma Lyfju um breytingar á lyfjaafgreiðslunni í Laugarási. Hvetja oddvitar sveitarfélaganna og einstakar sveitarstjórnir til þess að lyfjaafgreiðslan verði með óbreyttu sniði enda sé þetta mikilvæg þjónusta fyrir alla íbúa svæðisins.
Lyfja rekur útibú í tengslum við heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU) í Laugarási. Þótt þar starfi ekki lyfjafræðingur getur starfsmaðurinn afgreitt lyf í samvinnu við lyfjafræðinga fyrirtækisins og fólk, sem fær ávísað lyfjum hjá lækni á heilsugæslustöðinni, getur fengið lyfin í sömu ferð. Lyfja hefur leitað eftir samningi við HSU um að lyfjaafgreiðslan færist inn í heilsugæsluna og í hendur starfsfólks þar.
Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.