„Síðan hófust þessi orðaskipti, sem eru einstök“

„Það hefur verið markmið Hringborðsins frá upphafi að þeir fulltrúar ríkja, stofnanna eða annarra öfluga aðila, sem fá aðgang að aðalsviði Hringborðsins, og líka þeir sem tala á málstofum, verða að vera tilbúnir að svara spurningum úr sal,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, sofnandi og stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða. 

Urðu söguleg orðaskipti

„Hún er grundvallaregla. Þeir sem ekki vilja taka þátt í henni eiga ekkert erindi við Hringborðið.“

Ólafur Ragnar er gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum, þar sem hann ræðir Hring­borðið, alþjóðapóli­tík, um­deildu um­mæl­in og svo margt fleira. 

Spurður út í atvik sem vakti mikla athygli á ráðstefnunni, þar sem Rob Bau­er aðmíráll og formaður her­mála­nefnd­ar Atlantshafsbandalagsins, átti orðastað við nýskipaðan sendiherra Kína á Íslandi Jin Zhijian, segir Ólafur ljóst að orðaskiptin hafi verið söguleg.

Fjallað hefur verið um orðaskiptin í fjölmiðlum víða um heim, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Kína.

„Síðan hófust þessi orðaskipti, sem eru einstök. Ég held að það sé æðilangt síðan, ef ekki einhver mörg ár, síðan háttsettur, einn af æðstu stjórnendum NATÓ, hefur átt í slíkum orðaskiptum við formlegan fulltrúa Kína,“ segir Ólafur og bætir við „í áheyrn fulls salar af fólki“.

„Þetta urðu söguleg orðaskipti. En mér fannst líka frábært að eftir að þeim lauk þá gekk aðmíráll Bauer til sendiherrans og þeir skiptust á nafnspjöldum og tókust í hendur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert