Enginn annar boðið sig fram

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ágúst Óliver

Bjarni Benediktsson hyggst endurnýja umboð sitt sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi og segir engu breyta þótt einhverjir aðrir kunni að velta framboði fyrir sér. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna í Dagmálum Morgunblaðsins, en útdrætti úr því má lesa í blaðinu í dag.

Sagðar hafa verið fréttir um að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra brjóti heilann um formannsframboð en Bjarni segir slíkar fregnir ekki hafa áhrif á sig. Hann segir Guðlaug Þór ekki hafa ámálgað neitt slíkt við sig eða látið í ljós óánægju með forystuna.

„Guðlaugur hefur ekki lýst yfir neinu framboði, þannig að eftir því sem mér sýnist er enginn annar sem hefur formlega stigið fram.“

Lætur sjóðina ekki skáka sér

Meðal annars sem á góma bar í viðtalinu voru málefni ÍL-sjóðs og viðbrögð á fjármálamarkaði. Bjarni segist ekki hafa áhuga á því að lenda í átökum við lífeyrissjóði landsins vegna fyrirhugaðs uppgjörs ÍL-sjóðs. Verði ríkissjóði hins vegar með einhverju móti stillt upp við vegg hvað fjármögnun sína varðar muni hann taka á móti af festu.

„Við munum taka á þeirri stöðu ef til þess kemur og ég trúi því ekki að til þess komi.“

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert