Jarðskjálfti 3 að stærð austur af Bárðarbungu

Bárðarbunga í Vatnajökli.
Bárðarbunga í Vatnajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti 3 að stærð varð klukkan 05.34 í nótt 7,7 kílómetra austur af Bárðarbungu.

Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar voru upptök skjálftans voru á 3,7 kílómetra dýpi.

Jörð hefur skolfið víða á síðustu dögum, á Reykjanesinu, við Grímsey og við Herðubreið.

mbl.is