Mynd af hauskúpu á auglýsingaskilti

Vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeim varð litið á …
Vegfarendur ráku upp stór augu þegar þeim varð litið á skiltið. mbl.is/Elín Þórðardóttir

Vegfarendur ráku upp stór augu í morgun þegar þeim varð litið á auglýsingaskiltið stóra skammt frá Kringlunni. 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var sett inn á skiltið mynd af hauskúpu, auk þess sem á einum stað kom fram á ensku að skiltið hafi verið hakkað. 

mbl.is/Elín Þórðardóttir

Líklegt má því telja að hrekkjóttur tölvuhakkari eða -hakkarar hafi verið þarna á verki og brotið sér leið inn í tölvukerfi skiltisins, en í dag er hrekkjavökudagurinn. 

mbl.is/Elín Þórðardóttir
mbl.is/Elín Þórðardóttir
mbl.is