Skjálfti 4,2 að stærð í Bárðarbungu

Bárðarbunga.
Bárðarbunga. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í Vatnajökli laust fyrir klukkan þrjú í dag, var hann 2,6 kílómetra suðaustur af Bárðarbungu og voru upptök hans á 8 kílómetra dýpi.

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir nokkra eftirskjálfta hafa fylgt í kjölfarið en samkvæmt fyrstu mælingum hefur sá kröftugasti verið í kringum 2 að stærð. 

Þá hafi skjálfti af stærðinni 2,7 mælst klukkan 14.56, um 2,4 kílómetra suðaustur af Bárðarbungu, einungis einni mínútu á undan stóra skjálftanum. Lovísa Mjöll segir engin merki um gosóróa.

Skjálfti við Herðubreið

Klukkan þrjú mældist svo skjálfti 3,2 að stærð við Herðubreið og fylgdu honum sömuleiðis nokkrir eftirskjálftar.

„Það er búið að vera mikið action hérna síðustu mínúturnar,“ segir Lovísa Mjöll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: 4,2
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert