Reikna með færra starfsfólki leik- og grunnskóla

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyrir að starfsfólki Reykjavíkurborgar sem heyrir undir skóla- og frístundasvið fækki úr 6.115, miðað við spá á þessu ári, í 5.978 á því næsta og að stöðugildum á sviðinu fækki úr 4.734 í 4.628 talsins á næsta ári.

Þetta kemur fram í greinargerð fagsviða og B-hluta fyrirtækja með fjárhagsáætlun borgarinnar 2023.

Þar á meðal er gert ráð fyrir að starfsfólki leikskóla fækki úr 1.775 á þessu ári í 1.700 á því næsta og að starfsfólki grunnskóla fækki úr 2.295 í 2.254 á næsta ári.

Fram kom í máli Einars Þorsteinssonar, forseta borgarstjórnar, í gær að ekkert ráðningarstopp sé fyrirhugað, m.a. hjá leikskólum. Áfram sé verið að sækjast eftir starfsfólki.

Hann sagði nýjar ráðningarreglur ganga út á að rýna í hverja starfsstöð og sjá hvort mönnun sé í takt við þarfir. Þegar störf losna, verður eftir atvikum skoðað hvort endurráðið verður í þau eða ekki.

Sömuleiðis greindi hann frá því í samtali við Vísi að skólunum og þeim starfsstöðum þar sem undirmönnum ríkir verður hlíft við uppsögnum.

mbl.is