Var settur á biðlista til vors

Gísli Wiium var útskrifaður með nýtt hné af Klíníkinni í …
Gísli Wiium var útskrifaður með nýtt hné af Klíníkinni í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég var orðinn mjög slæmur en átti ekki að komast í aðgerð fyrr en í fyrsta lagi í vor,“ segir Gísli Wiium, lögregluvarðstjóri, sem varð eittþúsundasti sjúklingurinn til að gangast undir liðskipti hjá Klíníkinni.

Hann var með ónýtt hné, mjög kvalinn og vart vinnufær. Fremur en að bíða sárþjáður í allan vetur fór Gísli í aðgerð á eigin kostnað. „Þetta er í fyrsta skipti á ævinni sem ég þarf á skurðaðgerð að halda. Þá þarf ég að borga hana sjálfur þótt ég sé búinn að leggja í opinbera púkkið í fimmtíu ár! Mér finnst heilbrigðiskerfið hafa svikið mig og aðra í sömu stöðu.“

Hjá Klíníkinni verða gerðar um 320 liðskiptaaðgerðir á þessu ári en þær voru 247 í fyrra. Gert er ráð fyrir um 500 liðskiptaaðgerðum 2023, að sögn Hjálmars Þorsteinssonar bæklunarlæknis. Um 2.100 eru á biðlista eftir liðskiptaaðgerð. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert