Bjarni: Góð staða ríkissjóðs er hagsmunamál fyrir skattgreiðendur

„Ég skal glaður gangast við því að ég vil passa upp á stöðu ríkissjóðs. Það er hagsmunamál fyrir skattgreiðendur.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtal við Dagmál Morgunblaðsins. Þar ræða þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og nú formannsframjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, um áherslur sínar í stefnu og við stjórnun flokksins. Þátturinn er sýndur í opinni dagskrá á mbl.is.

Í þættinum er Bjarni meðal annars spurður hvort hann leggi meiri áherslu á að gæta hagsmuna ríkisins og kerfisins umfram hagsmuna skattgreiðenda, í ljósi þess að hann hefur verið fjármálaráðherra lengi.

Bjarni svarar því til að svo sé ekki og nefnir þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu á liðnum árum.

„Við erum búin að gera miklar breytingar á skattkerfinu, [...] allt til þess að létta fyrirtækjum og fólki að ná endum saman,“ segir Bjarni.

„Ég verð þess vegna að hafna því algjörlega að ég hafi ekki ástríðu fyrir því að draga úr sköttum og álögum og létta undir með fólki.“

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu hér fyrir ofan en þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert