„Það er ekki eins mikið af uppseldum tónleikum nú og oft áður. Salan dreifist meira en það er mín tilfinning að svo komi kippur í desember,“ segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix miðasölu.
Það styttist í jólin og tímabil jólatónleika rennur brátt upp. Síðustu ár, ef frá er skilinn versti covid-tíminn, hafa margir komið sér upp þeirri hefð að fara á jólatónleika. Framboðið er enda ótrúlegt og flest þekktasta tónlistarfólk landsins kemur fram á jólatónleikum nú sem endranær. Lausleg yfirferð Morgunblaðsins um vef Tix.is leiðir í ljós að 104 jólatónleikar eru í boði þetta árið. Þá eru aðeins teknir með þeir sem eru alfarið helgaðir jólatónlist en ekki bara haldnir í aðdraganda jóla.
„Framboðið er svipað og venjulega, alla vega eins og það var til dæmis 2019,“ segir Hrefna en árin fram að því hafði framboðið aukist frá ári til árs. Á þeim árum seldist enda oftast hratt upp á stóru jólatónleikana og því ekki skrítið að fleiri vildu vera um hituna. Salan nú fer hægar af stað en áður var.
Nánar í Morgunblaðinu.