Harpa vettvangur leiðtogafundar

Harpa tónleikahús í miðborg Reykjavíkur.
Harpa tónleikahús í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú er búið að kynna þennan leiðtogafund sem væntanlega verður stærsti alþjóðlegi viðburður sem Ísland hefur haldið frá Höfðafundinum 1986,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður haldinn í ráðstefnuhúsinu Hörpu dagana 16. og 17. maí á vori komanda og þangað boðið fulltrúum 46 Evrópuríkja. „Þessum fulltrúum er boðið til fundar um framtíð Evrópuráðsins og þetta verður í fjórða skipti í sögu ráðsins sem það gerist. Ástæðan er auðvitað stríðið í Úkraínu, ráðið er stofnað 1949 til þess að standa vörð um lýðræði og mannréttindi í álfunni,“ heldur ráðherra áfram.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, á jafnréttisþingi í Hörpu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, á jafnréttisþingi í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kveður Katrín það hafa verið eindregna skoðun ráðsins að tímabært væri að boða til fundar á þeim viðsjárverðu tímum er Evrópubúar og heimsbyggðin lifa nú.

Á fundinum verði grunngildi Evrópuráðsins rædd en einnig hvert stefna beri til framtíðar. „Lýðræðið á víða undir högg að sækja, stríðsástand og loftslagsmál valda því nú að fólk er að flytjast í milljónatali milli landa. Við erum að horfa upp á gríðarmiklar ógnir við þetta kerfi sem við byggðum upp að loknu seinna stríði,“ segir forsætisráðherra.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert