Átta vikna farbann vegna rannsóknar á nauðgun

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður var í gær úrskurðaður í farbann vegna rannsóknar á nauðgun sem er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, við mbl.is.

Farið var fram á farbann yfir manninum þar sem hann hefur engin tengsl við landið, en hann er af erlendu bergi brotinn. Atvikið sem er til rannsóknar átti sér stað um næstsíðustu helgi, en farbannið nær til 2. janúar, eða í átta vikur.

mbl.is