Rakaskemmdir trufla enn skólahald í Reykjavík

Rakaskemmdir hafa fundist í 26 leik- og grunnskólum borgarinnar að …
Rakaskemmdir hafa fundist í 26 leik- og grunnskólum borgarinnar að undanförnu. mbl.is/Hari

Um 75 nemendum leikskólans Hlíðar í Reykjavík er nú kennt í gömlu Brákarborg við Brákarsund 1 í Reykjavík og í leikskólanum Klömbrum við Háteigsveg.

Leikskólanum Hlíð, það er Stóru-Hlíð við Engihlíð, var lokað í síðasta mánuði vegna myglu. Enn er kennt í húsnæði Hlíðar við Eskihlíð, þótt þar hafi einnig greinst mygla og rakaskemmdir að því er fram kemur á Facebook-síðu íbúa í Hlíðunum.

Gripið hefur verið til margs konar mótvægisaðgerða til að bæta innivist í húsnæði skólans við Eskihlíð, að sögn Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur, upplýsingafulltrúa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Kennsla leikskólabarnanna frá Hlíð flyst í Safamýri 5 eftir nokkrar vikur. Nú er leikskólinn Nóaborg til húsa í Safamýrinni en hann fer aftur í sitt eigið húsnæði þegar viðgerð á því lýkur innan nokkurra vikna. Tafir urðu á viðgerðinni af óviðráðanlegum ástæðum.

Rakaskemmdir hafa fundist í 26 leik- og grunnskólum borgarinnar að undanförnu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert