Aðalmeðferð gegn Páli fer fram í febrúar

Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson.
Þórður Snær Júlíusson og Páll Vilhjálmsson. Samsett mynd

Aðalmeðferð í máli Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, og Arnars Þórs Ingólfssonar, blaðamanns á Kjarnanum, gegn Páli Vilhjálmssyni, blogg­ara og kenn­ara, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 27. febrúar á næsta ári. Þetta kom fram í fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Páll er kærður fyr­ir ærumeiðandi aðdrótt­an­ir. Hann sagði blaðamenn­ina „eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skip­stjóra Stein­gríms­son­ar og stuldi á síma hans“ í tengsl­um við um­fjöll­un um „skæru­liðadeild“ Sam­herja.

„Staðan í málinu er að þessi ummæli voru látin falla og búið er að málhluta þeim. Aðalmeðferð fer fram 27. febrúar,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Þórðar og Arnars í málinu.

Hann segir að búið sé að leggja fram þau gögn sem verður notast við í málinu.

„Svo var gerður þessi fyrirvari ef að það kemur einhver speki frá handhöfum opinbers valds að þá er áskilinn réttur að leggja það fram að hálfu beggja,“ segir Vilhjálmur.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Páls, vildi ekki tjá sig um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina