Gert að endurgreiða Ítalíuferð í Covid

Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða pakkaferðir í þremur málum, …
Ferðaskrifstofu Íslands var gert að endurgreiða pakkaferðir í þremur málum, sem Landsréttur dæmdi í í dag. mbl.is/Hanna

Landsréttur hefur staðfest dóma héraðsdóms og gert Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða pakkaferðir þriggja einstaklinga til Ítalíu, sem þeir höfðu afpantað vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ferðaskrifstofa Íslands samanstendur af Úrval Útsýn, Sumarferðum, Plúsverðum og Iceland Travel Bureau.

Tók Landsréttur undir þau sjónarmið héraðsdóms að ör útbreiðsla veirunnar á áfangastaðnum hefði falið í sér óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður í skilningi laga um pakkaferðir og samtengda feratilhögun, sem höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag kaupenda og fjölskyldna þeirra. 

Gerðu þær aðstæður það að verkum að ekki var öruggt að ferðast til Ítalíu og talið því að þeir sem höfðu fest kaup á pakkaferðinni ættu af þeim sökum rétt til fullrar endurgreiðslu hennar úr hendi Ferðafélagsins, á grundvelli fyrrgreindra laga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert