Viðstöðulausar æfingar í rúma tvo sólarhringa

Tíu upphífingar, ellefu réttstöðulyftur og æfing sem brennir 56 kaloríum á annað hvort hjóli eða róðrarvél. Þetta eru æfingarnar sem Einar Hansberg hefur gert á korters fresti viðstöðulaust frá því klukkan 16 í gær og hann er hvergi nærri hættur. Hann hyggst gera æfingarnar í 50 klukkustundir alls, sem gerir samtals 200 umferðir.

Tilgangur erfiðisins er að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi en nú er genginn í garð sá tími árs sem getur verið hvað erfiðastur fyrir þau fjölmörgu sem glíma við þunglyndi og sálræna erfiðleika af einhverjum toga.

Kveikjan að árveknisátakinu er fráfall móðurbróður Einars sem lést fyrir nákvæmlega ári síðan, þann 10.11. árið 2021, þá 56 ára að aldri. Fjöldi og lengd æfinganna eru byggðar á þeim tölum.

Ríflegur sólahringur er nú eftir af átakinu en mbl.is fór áðan á vettvang og tók Einar tali. Hægt er að fylgjast með afrakstrinum hér að ofan.

Píeta-síminn er opinn allan sólarhringinn:
552-2218

Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög:
0301-26-041041, Kt: 410416-0690

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.  

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert