Börnin hafa haldið Alla ungum í 30 ár

Í fyrstu voru um 50 krakkar í fyrri tímanum og …
Í fyrstu voru um 50 krakkar í fyrri tímanum og 40 til 50 í þeim seinni. Ljósmynd/Aðsend

Aðalsteinn Jónsson, íþróttakennari í Snælandsskóla og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, hefur séð um Íþróttaskóla Breiðabliks í íþróttahúsi félagsins í Smáranum í Kópavogi á laugardagsmorgnum á veturna frá því hann flutti heim frá Þýskalandi fyrir 30 árum.

„Þetta er svo skemmtilegt að ég man ekki eftir einum einasta laugardagsmorgni sem ég hef ekki nennt að mæta,“ segir Alli. Hann hafi reyndar hugsað sér að hætta sl. vor en hafi verið beðinn að halda áfram og hafi slegið til, enda hafi hann úrvalslið með sér. „Ég yngist ekki,“ segir hann, en Alli verður sextugur á sunnudag.

Fyrri tíminn byrjar klukkan níu og er fyrir tveggja til þriggja ára börn, en sá seinni, sem hefst klukkan tíu, er fyrir fjögurra til fimm ára börn. Í fyrstu voru um 50 krakkar í fyrri tímanum og 40 til 50 í þeim seinni auk forráðamanna en þeim hefur fjölgað mikið. „Öllum þarf að líða vel og því mega ekki vera of margir,“ útskýrir Alli.

Alli hefur jafnframt verið þjálfari hjá Breiðabliki, HK og Stjörnunni og bendir á að menn, sem hafi látið að sér kveða í íþróttum, hafi stigið fyrstu spor sín hjá sér í Íþróttaskólanum og sumir þeirra eigi orðið börn í skólanum.

Ítatlegt viðtal við Aðalstein var birt í Morgunblaðinu 9. nóvember. 

Fyrri tíminn byrjar klukkan níu og er fyrir tveggja til …
Fyrri tíminn byrjar klukkan níu og er fyrir tveggja til þriggja ára börn. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert