Umferð beint um Krýsuvík

Til stendur að malbika við Straumsvík í næstu viku.
Til stendur að malbika við Straumsvík í næstu viku. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vegna malbikunarframkvæmda verður í næstu viku um nærri sólarhringsbil lokað fyrir umferð um Reykjanesbraut úr Njarðvíkum í Hafnarfjörð. Lokunin stendur væntanlega frá kl. 20 á miðvikudagskvöld og fram á fimmtudaginn, en það mun þó ráðast af veðri.

Á mánudag verður tekin endanleg ákvörðun um tímasetningar. Meðan á framkvæmdum stendur verður umferð af Suðurnesjum beint um Grindavíkurveg, Suðurströnd og Krýsuvíkurleið til Hafnarfjarðar.

Til stendur að malbika 2,6 kílómetra langan vegarkafla, það er frá Straumsvík til vesturs. Því þarf að loka Reykjanesbraut aðra leiðina. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert