Sátu andspænis fjölda fólks

Hall­dór Benja­mín og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar.
Hall­dór Benja­mín og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar. mbl.is/Árni Sæberg

Samn­inga­fund­ur Efl­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA) var hald­inn í dag.

Hall­dór Benja­mín og Ragnar ásamt félagsmönnum Eflingar.
Hall­dór Benja­mín og Ragnar ásamt félagsmönnum Eflingar. mbl.is/Árni Sæberg

Í samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sitja alls 89 fé­lags­menn. Fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins voru þeir Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs, og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri SA viðstaddir fundinn. 

Í samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sitja alls 89 fé­lags­menn.
Í samn­inga­nefnd Efl­ing­ar sitja alls 89 fé­lags­menn. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag var greint frá því að VR, Lands­sam­band ís­lenskra versl­un­ar­manna og Starfs­greina­sam­band Íslands hefðu ákveðið að vísa kjaraviðræðum sín­um við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins til rík­is­sátta­semj­ara.

Sól­veig Anna.
Sól­veig Anna. mbl.is/Árni Sæberg

„VR/​LÍV og SGS eru í for­svari fyr­ir stór­an hluta launa­fólks á al­menn­um vinnu­markaði og gera kröfu um sann­girni. Á meðan at­vinnu­rek­end­ur hlusta ekki á radd­ir tugþúsunda ein­stak­linga sem fyr­ir þá starfa í samn­ingaviðræðum eins og þeim sem staðið hafa yfir síðustu vik­ur verður að leita annarra leiða,“ sagði í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert